Um okkur

Hjá SYZTIR Heildsölu snýst allt um að gera hollt og gott val aðgengilegt fyrir alla. Við erum tvær systur sem höfum alltaf lagt mikla áherslu á hreint, hollt og gott fæði – og við viljum deila því með öðrum. Þess vegna stofnuðum við SYZTIR Heildsölu, þar sem við flytjum inn vörur sem við myndum sjálfar bjóða fjölskyldunni okkar með góðri samvisku.

Við tökum engar styttri leiðir þegar kemur að gæðum. Vörurnar okkar eru lífrænar, án gerviefna og helstu ofnæmisvalda – því við vitum hversu erfitt það getur verið að finna góðan, hreinan kost til dæmis þegar einhver í fjölskyldunni þarf að passa sig.

Framtíðarsýnin okkar er einföld: Að hjálpa til við að skapa heilbrigðara samfélag með vöruúrvali sem hentar öllum. Við erum líka stoltar af samstarfinu okkar við Bjarta Sýn og Takk Heimilið í Kenýa, því við trúum á að gera gott – bæði hér heima og úti í heimi.

Við erum sérstaklega spennt að kynna YumEarth sælgætið, sem er vinsælt um allan heim. Þetta eru góðgæti sem allir geta notið með góðri samvisku – lífrænt, bragðgott og hentar öllum, líka þeim sem þurfa að varast ákveðin innihaldsefni.

  • Ólafur Þór Þorláksson

    Fjármála- og sölustjóri

  • María Ósk Friðbertsdóttir

    Vörumerkjastjóri

  • Birta Ósk Friðbertsdóttir

    Markaðs- og verkefnastjóri